Markmið samtakanna eru meðal annars að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni einhverfs fólks. Hægt er að hafa samband í tölvupóstfanginu einhverfa@einhverfa.is til að fá upplýsingar um greiningaraðila.
Einhverfukaffi er haldið fjórða þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 á Bókasafni Hafnarfjarðar. Notaleg kvöld þar sem spjallað er um allt milli himins og jarðar í þægilegu umhverfi. Það er misjafnt hversu margir mæta en passað er upp á að einn tali í einu svo kliðurinn verði aldrei of mikill.
Skynsegin hittingar eru haldnir annan fimmtudag í mánuði kl. 17 í Bókasamlaginu. Umgjörðin er örlítið lausari en á einhverfukaffinu enda er allt skynsegin fólk velkomið og samskiptastílar ólíkir meðal t.d. einhverfra og þeirra sem eru með ADHD (sem bæði falla undir skynsegin regnhlífina).
Einhugar: einhverfuhittingar fyrir háskólanema eru haldnir á veturna þriðja þriðjudag í mánuði kl. 16 í Veröld, húsi Vigdísar, nálægt Kaffi Gauk.
Spilakvöld Krossgötunnar eru haldin á efstu hæð í húsi Einhverfusamtakanna. Þau eru ekki haldin með reglulegu millibili en hægt er að fylgjast með á
. Reyndur spilakennari er á staðnum til að koma fólki í hópa og kenna spilin.
Handavinnuhittingar Einhverfusamtakanna eru haldnir annan laugardag hvers mánaðar kl. 14:30-16:30 og eru fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að mæta með handavinnuna sína. Viðburðirnir eru haldnir á Háaleitisbraut 13, matsalnum á 1. hæð.