Þetta hugtak vísar til þess að samskiptaáskoranir og misskilningur sé ekki einhliða vandamál þeirra einhverfu, heldur orsakað af því að einhverfir og óeinhverfir hafa ólíkan samskiptastíl (menningu). Stór hluti málsins er að þau óeinhverfu skilja ekki einhverft fólk. Lausnin á samskiptavanda getur því ekki falist í því að “leiðrétta” þau einhverfu eða kenna þeim annars konar samskipti, heldur verður að snúa að báðum hópum. Þessi kenning hefur verið prófuð í tilraunum, sem sýna að einhverft fólk skilur vel annað einhverft fólk, svipað og að óeinhverfir skilja aðra óeinhverfa. Vandinn byrjar þegar blandað er saman bæði einhverfum og óeinhverfum. Það að einhverft fólk getur átt í skilvirkum samskiptum innbyrðis mælir gegn því að okkur “skorti samskiptafærni”. Hún er svo sannarlega til staðar, en er að einhverju leyti ólík “norminu”.
Einhverfa
Eðlilegur hluti af taugafjölbreytileika mannkyns. Einhverfa er alls konar og tengist taugagerð heilans. Einhverfa einkennist af öfgum í taugakerfinu og öfgum í upplifunum. T.d. geta einhverfir verið með ofur-samkennd eða of litla samkennd. Margir eru með ofur næma skynjun, aðrir hafa mjög litla skynjun á eigin líkama og tilfinningum. Þessar öfgar í taugakerfinu stafa mögulega af því að taugatengingar einhverfra deyja ekki jafn hratt og taugatýpískra. Einhverfir hafa alltaf verið til og eru gríðarlega mikilvægur þáttur af þróun siðmenningarinnar. Einhverfir einstaklingar, eins og fólk með ADHD, voru einnig taldir mjög gagnlegur hluti af samfélaginu fram að iðnbyltingu, þar sem hæfileikinn að passa í formið varð mikilvægasti eiginleiki hins almenna borgara. Því miður er einhverfa oftast greind í dag út frá hegðun eða hversu truflandi hún er fyrir aðra, t.d. í skóla og vinnu.
Einhverfukulnun (e. autistic burnout)
Skoða efni tengt einhverfukulnun
Einhverfukulnun er heilkenni sem skapast við viðvarandi álag og misræmi milli væntinga og getu. Hún einkennist af yfirgripsmiklu getutapi sem er langvarandi (yfirleitt meira en þrír mánuðir) og minnkuðu þoli fyrir skynáreiti. Munurinn á einhverfukulnun og venjulegri kulnun er að í venjulegri kulnun er áherslan á tengingu við vinnu og getu til að sinna henni. Einhverfukulnun hefur í för með sér tap á getu sem nær yfir víðara svið.
Masking
Skoða efni tengt masking
Masking er þegar einhverf manneskja, meðvitað eða ómeðvitað, felur hegðun eða viðbrögð til að annað fólk sjá ekki að hún sé einhverf. Það krefst mikillar orku og er erfitt að aflæra. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem maskar er líklegra til að vera þunglynt og kvíðið en fólk sem gerir það ekki enda er masking viðbragð við tráma og höfnun.
Sensory Profile
Við erum öll með ólíka skynjun, ekkert algilt í þeim efnum nema að einhverfa er í grunninn tengd óhefðbundinni skynjun. Hún getur verið ofurnæm eða jafnvel engin og allt þar á milli, getur flakkað til og verið ólík eftir skynfærum. Sum okkar eru sensory-seeking (sækjum í skynráreiti eins og að rugga/róla/snerta/lykta) en önnur sensory-avoiding (forðumst hávaða, ljós, rugg o.s.frv.). Oft er sama manneskjan sensory-seeking á sumum sviðum en sensory-avoidant á öðrum.
Skeiðar, skeiðakenning (e. spoon theory)
Skynáreiti
Skynáreiti er eitthvað sem truflar skynjunina okkar, t.d. hávaði, erill, birta, snerting, hitastig ofl.
Hægt er að minnka skynáreiti með því að aðlaga umhverfið eins og hægt er. Minnka hávaða, hlífa sjálfum sér, hafa heyrnartól/eyrnatappa, dökk/lituð gleraugu eða derhúfu í birtu, klæðast þægilegum fötum, láta vita að maður vilji ekki knús/snertingu o.fl.
Skynsegin, taugsegin (e. neurodivergent eða ND)
Taugagerð sem er ekki innan þess ramma sem talin er “eðlilegur”. Undir skynseginregnhlífinni er t.d. Einhverfa, ADHD, lesblinda, talnablinda, CPTSD, flogaveiki, OCD, geðhvörf.
Skynúrvinnsla (e. sensory processing)
Skoða efni tengt skynúrvinnslu
Við skynjum heiminn með því að taka inn upplýsingar gegnum skilningarvitin og vinna úr þeim með heilanum og taugakerfinu. Skynúrvinnsla er leiðin sem hver einstaklingur vinnur úr þessum uppplýsingum. Þegar skynjun er annaðhvort mjög næm eða hún er varla til staðar er talað um skynúrvinnsluvanda. Hver einstaklingur getur verið með misnæma skynjun á mismunandi sviðum, t.d verið mjög næmur fyrir ljósum og hávaða en með litla næmni fyrir sársauka eða hvar útlimir hans eru í rými. Það getur einnig verið dagamunur á hvernig einstaklingur nær að vinna úr skynáreiti.
Næmni fyrir flúorljósum, erfiðleiki að einbeita sér að samtölum í margmenni og að heyra í rafmagninu innanhúss eru oft vísbendingar um skynsegin taugakerfi og skynjun.
Stimm (e. stimming)
Skoða efni tengt stimmi
Stimm veitir fólki ró. Allir stimma en einhverft fólk og fólk með ADHD geri
Stýrifærni (e. executive function)
Skoða efni tengt stýrifærni
Færnin til að koma hugsun í verk, fara úr einu verki í annað o.s.frv.
Taugafjölbreytileiki (e. neurodiversity)
Taugagerð, taugatýpa (e. neurotype)
Taugatýpísk(t/ur) (e. neurotypical eða NT)
Want to print your doc? This is not the way.
Try clicking the ⋯ next to your doc name or using a keyboard shortcut (