Share
Explore

profile-circle.png

Halldór Valberg Skúlason

Ég er tölvunarfræðingur staðsettur á höfuðborgarsvæðinu. Ég kláraði nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2023. Ég hef sérhæft mig í framendaforritun og notendaupplifun í vefsíðu- og hugbúnaðargerð. Ásamt því hef ég mikinn áhuga á gagnavinnslu og gagnamiðuðum notendaprófunum.
📧: 📞: +354 866 6298

Reynsla

KPMG ehf.


Starfsnemi / janúar 2023 – maí 2023
Vann að hönnun og þróun á veflausn fyrir KPMG sem lokaverkefni í B.Sc námi við Háskólann í Reykjavík. Í verkefninu vann ég að þróun á fram- og bakendakerfi ásamt því að hafa yfirumsjón með Scrum-aðferðafræði og skipulagi verkefnisins. Verkefnið var unnið með þremur öðrum háskólanemum í B.Sc námi í tölvunarfræði við HR.

Bandalag íslenskra skáta


Erindreki / nóvember 2021 – nóvember 202
Vann að þeim markmiðum að efla skátastarf um land allt með áherslu á dagskrárgerð, fræðslu og viðburðarhald ásamt því að vinna að auglýsingum á starfi og þjálfun starfsfólks aðildarfélaga. Einnig sinnti ég vefsíðu bandalagsins, viðhaldi á búnaði og skátabúðinni. Ég vann með fjölbreyttum hópum sjálfboðaliða skátafélaga um land allt og sjálfboðaliðum BÍS í fastaráðum og vinnuhópum.

Skátafélagið Svanir


Stjórnarformaður / febrúar 2019 – ágúst 2023
Sem stjórnarformaður/félagsforingi skátafélagsins var ég ábyrgur fyrir starfi félagsins. Starfið fól í sér ábyrgð á að ráða og þjálfa starfsfólk og sjálfboðaliða til að leiða bæði sumar- og vetrarstarf félagsins sem þjónustar allt að 350 þátttakendur á ári. Einnig að sjá um samskipti við landssamtök, bæjarfélag og önnur félagasamtök í nærumhverfi félagsins. Stuðlað var að því að þátttakendur í skátafélaginu fengu að upplifa starf sem var ævintýralegt, skemmtilegt, krefjandi og aðgengilegt.

1819 Nýr valkostur ehf.


Þjónustufulltrúi / september 2018 – okótber 2019
Starfaði sem þjónustufulltrúi í símaveri 1819 við símsvaranir fyrir fyrirtækið og þjónustuþega 1819. Símsvörunin fól í sér upplýsingaveitingu, tækniaðstoð og lausnaleit við frávik við venjulega þjónustu fyrirtækja.



Menntun

B.Sc í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík
Námi lokið: júní 2023
Stúdent af náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Garðabæ
Námi lokið: maí 2017

Kunnátta

Viðmótshönnun og hönnun frumgerða
Adobe Suite (Photoshop, Illustrator, InDesign), Figma
Forritun
Javascript/Typescript
Þekking og reynsla í Javascript/Typescript kerfum í þróun veflausna og smáforrita. Sérhæfing í eftirfarandi kerfum:
React JS
NEXT.JS
Python
Þekking og reynsla í Python í notkun gagnavinnslu og sjálfvirkni.
C++ / C#
Þekking og reynsla í nýtingu C++ og C# í þróun lausna og verkfæra.
HTLM/CSS/JS
Þekking og reynsla með grunnverkfærum vefsíðugerða.
Want to print your doc?
This is not the way.
Try clicking the ⋯ next to your doc name or using a keyboard shortcut (
CtrlP
) instead.