Stjórnarformaður / febrúar 2019 – ágúst 2023
Sem stjórnarformaður/félagsforingi skátafélagsins var ég ábyrgur fyrir starfi félagsins. Starfið fól í sér ábyrgð á að ráða og þjálfa starfsfólk og sjálfboðaliða til að leiða bæði sumar- og vetrarstarf félagsins sem þjónustar allt að 350 þátttakendur á ári. Einnig að sjá um samskipti við landssamtök, bæjarfélag og önnur félagasamtök í nærumhverfi félagsins. Stuðlað var að því að þátttakendur í skátafélaginu fengu að upplifa starf sem var ævintýralegt, skemmtilegt, krefjandi og aðgengilegt.